Í tæp 30 ár með skólamálin í borginni Þórdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 07:01 Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Sigurðardóttir Viðreisn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki. Sérstaklega er brýnt að finna lausnir fyrir fjölskyldur og börn í Reykjavík. Kerfið er alltof þungt í vöfum. Við í Viðreisn biðjum um umboð til gagngerra breytinga á skólakerfinu. Staðan nú er sú að við náum ekki að mæta fjölskyldum og þeirra þörfum. Til að finna leiðir hvernig við gerum það þarf að treysta skólafólki fyrir störfunum sínum. Það væri stökk inn í betri og bjartari framtíð. Valdsvipting stjórnenda og kennara Við í Viðreisn viljum treysta stjórnendum og starfsfólki skólanna og sjá til þess að starfsemi skólanna verði á þeirra forræði. Skólafólkið sjálft ber ábyrgð á að skapa góðar aðstæður á hverjum degi fyrir börn og til þess að þær verði sem bestar þarf að styðja mun betur við umhverfi kennara og starfsfólks. Það er lykilatriði að hver og ein manneskja sem kemur að barni finni að sér er treyst og hafi umboð yfir sínu starfi. Við viljum færa valdið frá miðstýringu embættismanna og til skólanna. Starfsfólksins í skólunum sjálfum. Skólastjóri á að hafa sama vald yfir eigin skóla líkt og leikhússtjóri Borgarleikhússins. Óskorað vald til að ráða það fólk sem þarf til að leikhúsið virki. Það efast engin um að það er verkefni leikhússtjóra. Það sama á við um skólastjóra - það er á þeirra ábyrgð að hafa sýn og þá flóru af starfsfólki sem skólinn þarf á að halda hverju sinni til að uppfylla hlutverk sitt. Mætum hverju barni Við í Viðreisn höfum skýra sýn um valdeflingu stjórnenda og kennara. Skýra sýn á að mæta hverju og einu barni og að öll börn njóti sín og blómstri. Við viljum að samsetning og umgjörð skólanna nái að mæta ólíkum þörfum barna. Það þarf nýja nálgun og uppstokkun á kerfinu sem felur í sér að vald og ábyrgð fari til skólanna, stjórnenda og kennara því engir tveir skólar eru eins. Það er staðreynd að við verðum að gera miklu miklu betur í að styðja við starfið í skólum borgarinnar enda verður það æ flóknara með hverjum deginum. Barni sem líður vel er nám eðlislægt. Það er skýlaus krafa að efla öll börn og það er fátt sem eflir börn og samfélag meira en góðir skólar. Það hlutverk að efla börnin liggur hjá kennurum og stjórnendum skólans og þau vita hvað þarf til. Málaflokkurinn í nýjar hendur Það er kominn tími til að gefa nýjum hugmyndum og annarri nálgun tækifæri í skólamálum í Reykjavík. Við í Viðreisn höfum sýnt á síðastliðnu kjörtímabili að við treystum fólki og fyrirtækjum. Nú er kominn tími á að sýna skólastjórnendum og kennurum að þau eiga skilið þetta sama traust sem þau hafa svo lengi kallað eftir. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar