Við erum ekki tilbúin fyrir skólann Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 26. ágúst 2022 09:31 Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar