Við erum ekki tilbúin fyrir skólann Sara Dögg Svanhildardótti og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 26. ágúst 2022 09:31 Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna. Ábendingar sérfræðinga ekki hátt skrifaðar? Í byrjun þessa árs var kynnt skýrsla VSÓ um framtíðarhorfur, fjölgun íbúa og um leið nemenda og mat á þeim innviðum sem við höfum til að mæta þeirri þróun. Viðbragðsleysi meirihlutans hingað til við þessari öru íbúaþróun hefur því miður valdið mörgum barnafjölskyldum miklum óþægindum. Sérstaklega barnafjölskyldum með börn á leikskólaaldri. Og niðurstöður skýrslunnar bíða enn úrvinnslu meirihlutans. Fyrir þremur àrum birtist önnur skýrsla: úttekt á stjórnsýslu sveitarfélagsins, þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að bregðast skjótt við viðhaldsþörf á skólahúsnæði Garðabæjar. Til þess að standa undir þeirri brýnu þörf þarf að forgangsraða töluverðu fjármagni til viðhalds skólahúsnæðis. Stefnuleysið sem bitnar á valfrelsinu Óvissa ríkir einnig um rekstrarframlag til sjálfstætt starfandi skóla. Í samningi á milli rekstraraðila og sveitarfélagsins er viðauki um óleystu viðfangsefnin. Þar á meðal er rekstrarframlagið, hryggjastykkið fyrir farsælum rekstri sjálfstætt starfandi grunnskóla. Það er aðkallandi að taka hér ákvörðun um stefnu og framkvæmd, í stað þess að hafa viðauka hangandi yfir sér þar sem öll stóru málin standa enn út af samningaborðinu. Það þarf að bæta aðgengi barna og ungmenna að félagsstarfi fèlsgsmiðstöðva. Börn og ungmenni í Urriðaholti sitja enn á hakanum og engin uppbygging virðist vera á dagskrá meirihlutans fyrr en næsti áfangi skólans er tilbúinn. Við þurfum meiri framsýni í aðgerðum því þetta er ekki bara bagalegt, heldur ýtir undir neikvæða upplifun barna og ungmenna af því að vera búsett í Urriðaholti, nýjasta hverfi Garðabæjar. Að ekki sé talað um aðgengi að almenningssamgöngum. Formaður skólanefndar og forseti bæjarstjórnar skrifaði grein nýverið sem bar heitið Er allt tilbúið fyrir skólann? Í þeirri grein nefnir bæjarfulltrúinn hins vegar ekkert af þessum stóru verkefnum sem blasa við og eru þau verkefni sem koma upp í huga okkar í Viðreisn þegar við veltum fyrir okkur svarinu við hvort allt sé tilbúið. Garðabær aftur í forystu Við í Viðreisn höfum ítrekað kallað eftir pólitískri sýn, samtali og áformum meirihlutans sem mætir þeirri öru og spennandi íbúaþróun sem á sér stað í bænum okkar þessi misserin. Þar höfum við lagt fram hugmyndir til lausna, sem alla jafna er sópað út af borðinu. Það eru hugmyndir sem bjóða upp á kjark til þess að taka skólamálin àfram og koma Garðabæ aftur í forystu sveitarfélaga. Hvort heldur sem á við skóla rekna af sveitarfélaginu sjálfu eða þá sjálfstætt starfandi. Sara Dögg Svanhildardóttir - oddviti og bæjarfulltrúi Viðreinsar Rakel Steinberg Sölvadóttir - aðalmaður Viðreisnar í skólanefnd Garðabæjar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun