Farsímabann í skólum. Siðfár eða raunverulegur vandi Óttar Birgisson skrifar 14. ágúst 2023 08:30 Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega gaf Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu snjalltækja í kennslu. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú ályktun að snjalltæki eins og farsímar og spjaldtölvur eigi ekki að nota innan veggja skóla nema ef notkun þeirra sé að bæta kennslu með ótvíræðum hætti. Auðvelt er að blöskrast yfir þessari umræðu og telja hana óþarfa úlfaþytur eins og sagan hefur oft sýnt þegar fólk hræðist nýja tækni. Slík viðbrögð eru skiljanleg ef við skoðum söguna. Um 370 fyrir Krist sagði Sókrates að ritmálið myndi fá ungdóminn til að hætta að muna hluti utanbókar. Stóuspekingurinn Seneca hafði svipaðar áhyggjur síðar um að það væri óhollt að eiga of margar bækur því að ungdómurinn myndi stöðugt skipta um bækur í stað þess að lesa eina í einu frá upphafi til enda. Á 16. öld sagði svissneski fjölfræðingurinn Conrad Gessner að prenttæknin myndi leiða til upplýsingaóreiðu og var með svipaðar áhyggjur og Seneca. Á 19. öld voru margir sannfærðir um að síminn myndi gera okkur löt. Á 8. og 9. áratug síðustu aldar voru áhyggjur um að sjónvarp væri að hægja á þroska barna og gera þau árásargjarnari. Allt þetta reyndist síðan vera óþarfa áhyggjur sem færðust á næstu tækniframfarir. Því er eðlilegt að vera tortrygginn þegar fólk heyrir að banna eigi snjallsíma í skólum. En ef málið er skoðað með yfirveguðum og hlutlausum hætti eru sannfærandi rannsóknir sem styðja báðar hliðar. Hins vegar eru nýrri rannsóknir sífellt að sýna neikvæð áhrif skjánotkunar og eru þær rannsóknir að verða fleiri og vandaðari. Hér er skjánotkun notuð sem samheiti yfir ýmsa þætti sem tengjast skjám og mikilvægt er að benda á að ekki er öll skjánotkun slæm. En hvað er slæmt og hefur neikvæð áhrif á börn og ungmenni? Mest sannfærandi niðurstöðurnar eru neikvæð áhrif samfélagsmiðla á geðheilsu ungmenna og er það enn meira áberandi fyrir stúlkur en drengi. Niðurstöður íslenskra rannsókna sem framkvæmdar hafa verið við Háskóla Íslands sýna að tengsl eru á milli samfélagsmiðla og þunglyndis, kvíða, lágs sjálfsmats, slæmrar líkamsímyndar, svefnvanda og almennrar vanlíðanar. Sambærilegar niðurstöður hafa verið sýndar í erlendum rannsóknum. Því eldri sem börn eru því minni líkur eru á neikvæðum áhrifum og hafa vísindamenn m. a. í Bandaríkjunum mælt með að banna samfélagsmiðla fyrir börn og ungmenni undir 18 ára. Nánast allir samfélagsmiðlar í dag miða við 13 ára aldur en rannsóknir sýna að ungmenni í kringum 14 ára aldur eru viðkvæmust fyrir neikvæðum áhrifum og líklegust til að þróa með sér geðvandamál. Gögn hafa þó sýnt að notkun undir klukkustund á dag virðist ekki hafa neikvæð áhrif fyrir þennan aldurshóp. Íslenskar tölur sýna þó að um 80% íslenskra barna á aldrinum 13-17 ára nota samfélagsmiðla og verja þar að meðaltali um 3 klukkustundir á dag. Þá er eftir að bæta við allri annarri skjántokun. Með þessar upplýsingar í farteskinu ættum við ekki að taka áhættu með börnin okkar. Það er ekkert mál að banna tóbak í skólum og það ætti því ekki að vera vandamál að banna snjalltæki í skólum. Snjalltæki sem eru notuð sem hluti af kennslu ætti aðeins að nota í samræmi við rannsóknir úr menntavísindum ásamt því að nota þau skynsamlega og sparlega. Einnig eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel hvað fer fram á þessum samfélagsmiðlum og eiga umræðu um það við börnin sín ásamt því að reyna að seinka skráningu barna á samfélagsmiðla eins lengi og unnt er. Önnur ráð eru að láta ekki snjalltækin taka yfir og hafa jafnvægi milli skjátnotkunar og hreyfingar, samskipta í raunheimum og útiveru. Þá er ekki ofsögum sagt að foreldrar ættu að vera góðar fyrirmyndir þegar kemur að snjalltækjum. Tæknin er ekki að fara úr lífi okkar. En það er okkar hlutverk að láta hana ekki taka yfir lífið. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi á Menntavísindasviði, Háskóla Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun