Farsímar í skólum Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. ágúst 2023 09:00 Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Ragnar Þór Pétursson Börn og uppeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég er fyllilega sammála þeim sem telja að skólar, sem ekki finna farsímum uppbyggilegt hlutverk, ættu að banna notkun þeirra. Ég efast bara um að slíkir skólar geti tekið sér uppbyggilegt hlutverk í því samfélagi sem við byggjum. Hver eru áhrif símanna? Um 90 prósent fullorðins, vinnandi fólks á Íslandi segist eiga í meiri eða minni erfiðleikum við að halda sér að verki á vinnutímanum. Við vitum öll að þar leika persónuleg snjalltæki verulegt hlutverk. Þetta er ekki tilfallandi vandamál, þetta er mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni sem kallar á raunverulega naflaskoðun og breytingar. Hvernig viljum við feta okkur áfram um refilstigu tækninnar? Við getum ekki staðið kyrr. Okkar eigin stjórnvöld leiða stafrænar samfélagslegar breytingar. Það er að verða ólíft í íslensku samfélagi án rafrænna skilríkja og snjalltækjasamskipta. Persónuleg samskiptatæki eru ekki munaðarvara heldur raunveruleg forsenda þátttöku í samfélaginu, líkt og lestur og skrift áður. Það krefur okkur um að hér alist ekkert okkar upp án þess að hafa slíka tækni á valdi sínu. Hvaða samfélag bíður handan skólalóðarinnar? Þegar skólabjallan glymur stökkva nemendur út í heim stafræns áreitis. Það hafa þeir gert árum saman. Þetta er heimur mikilla tækifæra og stórra áskorana. Hann afhjúpar vægðarlaus bresti þeirra sem ekki kunna að höndla hann. Versnandi geðheilsa, félagsleg einangrun og vafasamt vinnusiðferði eru ekki vandamál einstaklinga. Þetta eru merki samfélags sem er illa búið undir eigin sköpunarverk. Í sögulegu samhengi hafa skólar gegnt lykilhlutverki í aðlögun að samfélagsbreytingu. Þeir hafa búið kynslóðirnar undir líf og starf á hverfanda hveli. Frammi fyrir áskorunum stafræns samfélags geta skólar ekki þvegið hendur sínar og afsalað sér ábyrgð. Á skólinn að vera griðastaður? Sum sjá skóla í hillingum sem griðarstað í óblíðum, stafrænum heimi. Stað, þar sem tækni er haldið að nemendum í mjög afmörkuðum, tærum og hagnýtum tilgangi. Einhverskonar heilsuhæli eins og vinsæl voru hjá fólki í gamla daga sem flýði kolareyk borganna niður á strönd. Þetta eru rómantískar hugmyndir en harla óraunhæfar. Griðastaðir hafa oft hentað fólki í öruggri forréttindastöðu en gert þeim lítið gagn sem þurfa að lifa af í heiminum eins og hann er. Illu heilli sjáum við þess merki að undir líf í raunveruleikanum er margt fólk sárlega illa undirbúið. Kjarni málsins er ekki hvort banna skuli síma og snjallúr; stafræn heyrnartæki eða gleraugu. Tæknin mun halda áfram að skora á okkur. Ef við eru sofandi mun hún hremma okkur í klakabönd sem ylurinn af nostalgíu nær aldrei að bræða. Kjarninn er sá hvort við viljum hafa menntakerfi sem bæði endurspeglar og bregst við hinni stafrænu öld. Ef svo er verðum við að undirbúa nemendur okkar í stað þess að halda þeim í hvarfi. Það er langeðlilegasta leiðin til að hér komi fram kynslóð sem hefur þá seiglu og aðlögunarhæfni sem farsæld á stafrænni öld krefst. Besti árangur sem við getum vænst ef við reynum að mennta börnin okkar eins og okkur sjálf er að þau standi sig jafn vel og við, fullorðna fólkið. Níutíu prósent í vanda með að einbeita sér að vinnunni. Höfundur er kennari.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun