En þori ég, vil ég, get ég? Jónína Hauksdóttir skrifar 20. október 2023 07:31 Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Konur komu saman víða um landið og stærsti hópurinn safnaðist saman á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem ræður voru haldnar og lagið Áfram stelpur var sungið. Lagið sem margar konur og kvár í dag tengja við kvennafrídaginn. Þvílíkt hugrekki sem skipuleggjendur og þátttakendur sýndu með þá von í brjósti að útrýma kynjamisrétti. Því miður, nú tæpum fimmtíu árum síðar, er sorglegt að þurfa að hryggja svo hugrakkar konur með því að enn er langt í land með að ná launajafnrétti. Kennarastéttin er ein af þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Félagsfólk Kennarasambandsins fær greidd sömu laun fyrir sömu störf. Því miður er það alls ekki alltaf raunin og breytur á borð við kyn, kynvitund, kynhneigð, stöðu, fötlun, trúarbrögð, aldur og uppruna hafa enn áhrif á launasetningu. Þessi staða á ekki að líðast í dag. Því hvet ég eindregið konur og kvár í Kennarasambandi Íslands að taka þátt í Kvennaverkfallinu 2023. Sýnum stuðning okkar í verki 24. október. Sýnum sama hugrekki og ömmur okkar, mæður, systur og frænkur gerðu 1975. Tökum þátt. Mætum á samstöðufundi. Sýnum að við erum ómissandi fyrir samfélagið okkar. Sýnum í eitt skipti fyrir öll að við samþykkjum ekki launamisrétti. Sýnum að enn þorum við, getum og viljum. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kvennaverkfall Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Konur komu saman víða um landið og stærsti hópurinn safnaðist saman á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem ræður voru haldnar og lagið Áfram stelpur var sungið. Lagið sem margar konur og kvár í dag tengja við kvennafrídaginn. Þvílíkt hugrekki sem skipuleggjendur og þátttakendur sýndu með þá von í brjósti að útrýma kynjamisrétti. Því miður, nú tæpum fimmtíu árum síðar, er sorglegt að þurfa að hryggja svo hugrakkar konur með því að enn er langt í land með að ná launajafnrétti. Kennarastéttin er ein af þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Félagsfólk Kennarasambandsins fær greidd sömu laun fyrir sömu störf. Því miður er það alls ekki alltaf raunin og breytur á borð við kyn, kynvitund, kynhneigð, stöðu, fötlun, trúarbrögð, aldur og uppruna hafa enn áhrif á launasetningu. Þessi staða á ekki að líðast í dag. Því hvet ég eindregið konur og kvár í Kennarasambandi Íslands að taka þátt í Kvennaverkfallinu 2023. Sýnum stuðning okkar í verki 24. október. Sýnum sama hugrekki og ömmur okkar, mæður, systur og frænkur gerðu 1975. Tökum þátt. Mætum á samstöðufundi. Sýnum að við erum ómissandi fyrir samfélagið okkar. Sýnum í eitt skipti fyrir öll að við samþykkjum ekki launamisrétti. Sýnum að enn þorum við, getum og viljum. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun