Skólafélagsráðgjöf – til hvers? Þóra Björg Garðarsdóttir skrifar 30. október 2023 11:01 Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Fagdeild fræðslu- og skólafélagsráðgjafa innan Félagsráðgjafarfélags Íslands bent á mikilvægi þess að starf skólafélagsráðgjafa verði lögbundið. Auk þess hafa verið lagðar fram tillögur til þingsályktunar um ráðningu þeirra í alla grunn- og framhaldsskóla landsins og nú síðast á 153. löggjafarþingi 2022-2023 sem því miður hlaut ekki brautargengi. Í framangreindri þingsályktunartillögu um löggildingu félagsráðgjafa er tekið mið af niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum og sýna fram á mikilvægi þess að endurskoða faglegt umhverfi skólanna og hlutverk kennarans með hliðsjón af nýjum aðstæðum í breyttu samfélagi. Mikilvægt hlutverk skólafélagsráðgjafa er að vera kennurum til stuðnings við að greina og meta þá þætti sem geta haft áhrif á námsferlið og almenna líðan skólabarnsins. Hlutverk skólafélagsráðgjafa er margþætt og fer eftir þörfum hvers skóla fyrir sig. Hugmyndafræðileg nálgun og faglegur grunnur í vinnuaðferðum félagsráðgjafa byggist á kerfishugsun og heildarsýn. Meðal helstu verkefna skólafélagsráðgjafa eru félagsleg- og persónuleg ráðgjöf við nemendur t.d. vegna samskiptaerfiðleika, einmanaleika, vanlíðunar vegna erfiðra heimilisaðstæðna, fátæktar og eineltis. Eins starfa þeir í þverfaglegu samstarfi innan skóla og eru í samstarfi við sérfræðinga og stofnanir utan skólans er koma að málum nemenda. Samkvæmt núgildandi grunnskólalögum (nr. 91/2008) gegnir skólinn mikilvægu uppeldis- og velferðarhlutverki sem felst í því að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda og færni í samstarfi við foreldra. Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fengu skólar aukin hlutverk sem felast m.a. í því að fylgjast með, taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt, og bregðast við þeim með einstaklingsbundnum og snemmtækum stuðningi. Umrædd farsældarlög stigskipta þjónustu við börn þar sem 1. stigs þjónusta er skilgreind sem grunnþjónusta sem á að vera aðgengileg öllum börnum og foreldrum, en þar falla undir leikskóli, grunnskóli og framhaldsskóli. Undanfarna áratugi hefur félagsmótunarhlutverk skólans aukist og er mikilvægt að innan skólans sé tekið mið af stöðu stöðu nemenda í erfiðum félagslegum aðstæðum og þeim sem eiga í persónulegum vanda. Með auknu álagi á kennara vegna nýrra áskorana í kjölfar aukins fjölbreytileika innan nemendahópsins, innleiðingar stefnu um skóla án aðgreiningar og nú farsældarlaga eykst þörfin fyrir þverfaglegt samstarf ólíkra fagaðila frá skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu sveitarfélaga. Slíkt samstarf er til þess fallið að stuðla að velferð barna. Sveitarfélögum ber samkvæmt 40. gr. grunnskólalaga að sinna stuðningi við nemendur, foreldra og kennara og það eru þá oft félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum sem sinna því en slíku fyrirkomulagi fylgja bæði kostir og gallar. Til að mynda hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð/félagsþjónustu ekki heimild til að ræða við barn nema með skriflegu samþykki foreldra/forsjáraðila. Eins hefur félagsráðgjafi á þjónustumiðstöð ekki tækifæri til að bjóða nemendum að koma til sín og óska sjálfir eftir viðtali, heldur þarf skrifleg beiðni að berast frá skólastjórnendum um viðtal. Tryggja þarf að börn hafi greiðan aðgang að félagsráðgjöfum líkt og þeir hafa að náms- og starfsráðgjöfum samkvæmt lögum. Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar frá árinu 2019 telja skólastjórnendur brýna þörf fyrir félagsráðgjafa innan skóla vegna sérþekkingar þeirra sem þeir telja að skorti í persónulegri ráðgjöf til nemenda. Það má því draga þá ályktun að með ráðningu félagsráðgjafa í alla grunnskóla, þar sem aðgengi að þeim væri óhindrað, gæfi það félagsráðgjöfum möguleika á að koma inn í málin á fyrri stigum og fyrirbyggja þannig að vandamálin verði stærri og meiri. Með ráðningu skólafélagsráðgjafa í alla grunnskóla yrði stigið mikilvægt skref til forvarna og snemmtæks stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra. Starf skólafélagsráðgjafa fellur vel að markmiðum farsældarlaga því þeir búa yfir góðri yfirsýn yfir innviði velferðarkerfisins og þekkja samfélagsleg úrræði og leiðir til að koma málum í viðeigandi farveg og fylgja þeim eftir í samráði og samvinnu við foreldra/forsjáraðila, kennara og skólastjórnendur. Þannig samstarf kerfa er líklegt til að stuðla að raunverulegri farsæld skólabarna og aðlögun þeirra að samfélaginu til lengri tíma litið. Höfundur er skólafélagsráðgjafi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun