Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 16:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu var um Labrador hvolp að ræða. Getty Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað. Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað.
Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent