Raddir kennara eiga að heyrast Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:01 „Jólasveinninn er víst til.“ Á fundi trúnaðarmanna KFR með fulltrúum SFS í gær þá leið mér eins og verið væri að sannfæra mig um eitthvað sem ég trúði ekki að væri til. Það að segja að hljóð og mynd fari ekki saman er orðið svolítið þreytt orðatiltæki en átti svo sannarlega við á þessum fundi. Jólasveinninn í þessari samlíkingu er skólakerfi sem virkar eins og það á að virka. En eins og allir vita þá er jólasveinninn ekki til þó það séu til einstaklingar sem trúa því. Þau sem starfa í skólum landsins eru ekki í störfum sínum launanna vegna heldur hafa þau gaman að því að starfa með börnum og er annt um skólasamfélagið. Allt sem er í gangi í þjóðfélaginu hefur snertiflöt inn í skólana og starfsfólk þeirra vill leggja sitt af mörkum til að láta gangverkið virka. Um er að ræða fagfólk á sínu sviði sem þarf oft að máta hlutverk annarra fagstétta til að láta hlutina ganga upp í raunaðstæðum. Við kennarar fáum oft að heyra það að við séum of fjölmenn stétt. Of fjölmenn til að fá kjarabætur og í gær upplifði ég að við værum of fjölmenn til að fá orðið. Raunin er sú að það þarf að hlusta á okkur því það erum við sem erum á gólfinu og það erum við sem þurfum að takast á við áskoranirnar í skólunum ásamt öðrum. Skólakerfið tekur breytingum og það á að gera það. Kerfið sem ég byrjaði að starfa í fyrir þrjátíu árum síðan er ólíkt því kerfi sem er í dag, bæði á góðan og slæman hátt. Ég byrjaði að kenna þegar grunnskólarnir voru að færast frá ríki og yfir til sveitafélaga. Margir vilja meina að sveitafélögin hafi verið illa svikin og að fjármagnið sem átti að fylgja með skólunum hafi aldrei skilað sér að fullu. Pólitíkin valdi því síðan að boltanum er kastað á milli án þess að teknar séu ákvarðanir um þætti sem brýnt er að bæta barnanna vegna. Ég ætla ekki að taka þá umræðu hér að enn er lítill skilningur á því að kennarastarfið er ólíkt öðrum störfum. Við þurfum að hætta að bera saman fisk og apa, apinn getur mögulega klifrað í tré sem fiskurinn ræður illa við. Við erum enn á þeim stað í íslensku samfélagi að fjölskyldur hlaupa á hamstrahjóli. Gæðastundir barna með aðstandendum sínum eru oft fáar því hamstrahjólið má ekki stoppa því þá ná endar kannski ekki saman. Geðheilbrigðiskerfið er búið að vera lengi í lamasessi og hefur þörfin fyrir þjónustu þess sjaldan verið meiri. Kennarar eru ekki vælandi sérhlífnir einstaklingar sem nenna ekki að vinna vinnuna sína eins og margir virðast halda. Kennarar eru upp til hópa vel menntað, lausnamiðað hugsjónafólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur velferð og menntun skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og flestir þeirra vinna mun meira en þeir fá borgað fyrir. Þegar kennarar reyna að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu þá heyra þeir oft að þeir eigi bara að skipuleggja sig betur eða rýna í eigin rann og finna betri leiðir til að koma til móts við nemendur. Til að koma barni til manns þá er ekki nóg að gefa því bara gulrætur þó þær séu hollar. Það þarf mun fjölbreyttara fæði en það. Áður en ég fer að feta þá slóð sem ég ætla að fara í næstu línum þá vil ég taka fram að ég tel mig hvorki fordómafulla né þröngsýna. Ég vil frekar meina að ég sé jákvæð að eðlisfari og lausnamiðuð eins og flest samstarfsfólk mitt er. Það að ég skuli afsaka mig svona segir svolítið mikið um þá stöðu sem við kennarar stöndum frammi fyrir í dag. Við þorum varla að opna munninn og tala um hlutina eins og þeir eru því við erum svo hræddir um að vera dæmdir. Við eigum að geta átt málefnalegt samtal. Við eigum að geta talað um það sem vel er gert og líka það sem betur má fara. Staðreyndin er sú að það er misjafnlega gefið til skólanna og exelskjölin eru ekki að virka. Margt hefur áhrif á skólastarf. Það fylgja oft ekki peningar með flóknustu nemendunum. Skólar eru frá því að hafa fimm prósent nemenda af erlendu bergi og upp í að vera með yfir níutíu prósent hlutfall og það er mikill munur. Svo skiptir staðsetning skóla líka máli. Ég hef kennt í skóla í miðbæ Reykjavíkur þar sem við gátum gengið á næsta safn eða viðburð sem var í boði á vegum borgarinnar og kenni núna í skóla á Kjalarnesi sem tilheyrir Reykjavík þar sem við getum ekki sótt sömu þjónustu og hinir skólarnir innan sama sveitarfélags vegna samgangna. Það sjá það allir sem vilja sjá að þarna er skekkja og mismunun. Það eru fleiri þættir sem spila inn í sem ekki verða taldir upp hér sem bitna á börnunum. Vopn þeirra sem vilja setja út á skólakerfið og störf kennara eru oft niðurstöður PISA rannsóknanna. Með umfjöllun um PISA fylgir oft að kennarar þurfi að endurskoða störf sín, það þurfi að mennta þá betur og jafnvel lengja skóladaginn svo að börnin læri nú örugglega eitthvað. Það gleymist að horfa á heildarmyndina. Börnin sem kennararnir kenna eiga flest aðstandendur og þau eru bara hluta af vökutíma sínum í umsjón kennaranna. Grunnurinn er lagður heima. Og við sem störfum með börnum sjáum hvaða börn fá atlæti og hvaða börn fá það ekki. Ef við skoðun rauða þráðinn frá því að börn fæðast og þangað til þau verða átján ára þá er grunnurinn að því sem verið er að mæla í PISA lagður í frumbernsku. Geðtengsl barna, almennur þroski og máltaka eru vörður inn í lífið sem þarf að byggja á traustum grunni. Málhljóðin, hvernig málið er upp byggt, hugtakaskilningur og hvernig við notum tungumálið er eitthvað sem börn læra á sínum fyrstu mótunarárum. Við heyrum af því að það vanti að manna leikskólana svo að börn fái vistun en það er minna rætt um gæði leikskólastarfsins og það álag sem fylgir því að vera starfsmaður í leikskóla þar sem erfiðlega gengur að fá fagmenntað fólk til starfa. Ábyrgð þeirra sem þar starfa er mikil. Róðurinn er oft erfiður. Við erum með marga fagmenntaða og ófagmenntaða snillinga sem halda uppi starfinu í leikskólunum en það þarf að gera betur. Við sem störfum í grunnskólunum finnum fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn eru að vinna með börnunum í leikskólunum á máltökuskeiði þeirra því að við erum að fá til okkar börn, bæði af erlendu bergi og einnig íslensk, sem tala mjög vitlaust. Börn sem eiga erfitt með að bera fram íslensk málhljóð, kunna illa skil á uppbyggingu tungumálsins og skilja oft ekki einfalt íslenskt mál. Ofan á þessar áskoranir bætist síðan við mikill fjöldi innflytjenda sem er jafnvel að koma inn í skólana eftir að skólaárið hefst og sumir þeirra hafa aldrei verið í skóla. Kennarar kalla eftir úrræðum fyrir þessa hópa. Margir eru þeirrar skoðunar að koma eigi upp námsverum í skólum eða utan þeirra þar sem þessi börn eru undirbúin og aðlöguð inn í bekki en ekki send beint inn í bekk. Núna hugsa einhverjir sem svo að þessi úrræði séu til staðar í borginni en raunin er sú að þessum málaflokki fylgir ekki það fjármagn sem þarf og því fá ekki öll börn sem á þurfa að halda þessa þjónustu. Margt starfsfólk skóla er að sligast undan álagi. Fjármagnið sem átti að fylgja skóla án aðgreiningar kom ekki. Spara þurfti í hruninu og skólarnir tóku aldrei þátt í góðærinu. Það er aldrei réttur tími fyrir skólakerfið. Í dag erum við að glíma við skort á fagfólki á gólfinu með börnunum, vöntun á fjölbreyttum námsgögnum og leiðum við hæfi hvers og eins í skóla fjölbreytileikans, svo ég tali nú ekki um viðhaldsskuldir með tilheyrandi myglu. Við erum einnig að glíma við geðheilbrigðisvanda og flókin börn innan skólakerfisins sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt of mörg börn fá ekki þjónustu við hæfi. Fórnarkostnaðurinn er mikill og birtingamyndirnar margar. Vanlíðan, neikvætt atferli og almenn óhamingja sem hefur áhrif á líf margra barna og endurspeglast í námsgengi þeirra og ekki má gleyma afleiðum þeim sem neikvætt atferli barns getur haft á alla í kringum það. Við vitum að það er margt vel gert í skólum borgarinnar. Við sem störfum í skólunum vitum það því að það erum við sem vinnum þetta góða starf. Í gær átti samtal trúnaðarmanna og SFS að snúast um það sem mætti betur fara, því það er margt sem liggur þungt á starfsfólki skóla. Þegar kennarar eru farnir að upplifa það að þeir nái ekki að sinna þörfum þeirra barna sem þeir bera ábyrgð á þá erum við í vondum málum. Þetta er eins og með mygluna, við þurfum að uppræta meinið svo að húsið skemmist ekki og allt sem í því er. Fyrst og fremst þarf samtalið að eiga sér stað. Það þarf að viðurkenna vandann og finna leiðir til að gera betur. Ef kaka fellur er ekki nóg að kenna bara ofninum um því hráefnið, tæki, tól og sá sem bakar kökuna skipta líka miklu máli, og meira að segja bragðlaukar þess sem neyta hennar, frá akri og alla leið ofan í maga. Því miður erum við sem störfum í skólum alltaf að slökkva elda og við óttumst að bálið verði það stórt að við ráðum ekki við það. Þess vegna óskum við eftir samtali við yfirvöld. Við megum ekki missa fleiri einstaklinga út af sporinu í þessu litla þjóðfélagi okkar. Hættum að spara aurinn og kasta krónunni. Það þarf að hlúa að litla fólkinu okkar og horfa til framtíðar. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í Klébergsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er víst til.“ Á fundi trúnaðarmanna KFR með fulltrúum SFS í gær þá leið mér eins og verið væri að sannfæra mig um eitthvað sem ég trúði ekki að væri til. Það að segja að hljóð og mynd fari ekki saman er orðið svolítið þreytt orðatiltæki en átti svo sannarlega við á þessum fundi. Jólasveinninn í þessari samlíkingu er skólakerfi sem virkar eins og það á að virka. En eins og allir vita þá er jólasveinninn ekki til þó það séu til einstaklingar sem trúa því. Þau sem starfa í skólum landsins eru ekki í störfum sínum launanna vegna heldur hafa þau gaman að því að starfa með börnum og er annt um skólasamfélagið. Allt sem er í gangi í þjóðfélaginu hefur snertiflöt inn í skólana og starfsfólk þeirra vill leggja sitt af mörkum til að láta gangverkið virka. Um er að ræða fagfólk á sínu sviði sem þarf oft að máta hlutverk annarra fagstétta til að láta hlutina ganga upp í raunaðstæðum. Við kennarar fáum oft að heyra það að við séum of fjölmenn stétt. Of fjölmenn til að fá kjarabætur og í gær upplifði ég að við værum of fjölmenn til að fá orðið. Raunin er sú að það þarf að hlusta á okkur því það erum við sem erum á gólfinu og það erum við sem þurfum að takast á við áskoranirnar í skólunum ásamt öðrum. Skólakerfið tekur breytingum og það á að gera það. Kerfið sem ég byrjaði að starfa í fyrir þrjátíu árum síðan er ólíkt því kerfi sem er í dag, bæði á góðan og slæman hátt. Ég byrjaði að kenna þegar grunnskólarnir voru að færast frá ríki og yfir til sveitafélaga. Margir vilja meina að sveitafélögin hafi verið illa svikin og að fjármagnið sem átti að fylgja með skólunum hafi aldrei skilað sér að fullu. Pólitíkin valdi því síðan að boltanum er kastað á milli án þess að teknar séu ákvarðanir um þætti sem brýnt er að bæta barnanna vegna. Ég ætla ekki að taka þá umræðu hér að enn er lítill skilningur á því að kennarastarfið er ólíkt öðrum störfum. Við þurfum að hætta að bera saman fisk og apa, apinn getur mögulega klifrað í tré sem fiskurinn ræður illa við. Við erum enn á þeim stað í íslensku samfélagi að fjölskyldur hlaupa á hamstrahjóli. Gæðastundir barna með aðstandendum sínum eru oft fáar því hamstrahjólið má ekki stoppa því þá ná endar kannski ekki saman. Geðheilbrigðiskerfið er búið að vera lengi í lamasessi og hefur þörfin fyrir þjónustu þess sjaldan verið meiri. Kennarar eru ekki vælandi sérhlífnir einstaklingar sem nenna ekki að vinna vinnuna sína eins og margir virðast halda. Kennarar eru upp til hópa vel menntað, lausnamiðað hugsjónafólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins sem hefur velferð og menntun skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og flestir þeirra vinna mun meira en þeir fá borgað fyrir. Þegar kennarar reyna að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu þá heyra þeir oft að þeir eigi bara að skipuleggja sig betur eða rýna í eigin rann og finna betri leiðir til að koma til móts við nemendur. Til að koma barni til manns þá er ekki nóg að gefa því bara gulrætur þó þær séu hollar. Það þarf mun fjölbreyttara fæði en það. Áður en ég fer að feta þá slóð sem ég ætla að fara í næstu línum þá vil ég taka fram að ég tel mig hvorki fordómafulla né þröngsýna. Ég vil frekar meina að ég sé jákvæð að eðlisfari og lausnamiðuð eins og flest samstarfsfólk mitt er. Það að ég skuli afsaka mig svona segir svolítið mikið um þá stöðu sem við kennarar stöndum frammi fyrir í dag. Við þorum varla að opna munninn og tala um hlutina eins og þeir eru því við erum svo hræddir um að vera dæmdir. Við eigum að geta átt málefnalegt samtal. Við eigum að geta talað um það sem vel er gert og líka það sem betur má fara. Staðreyndin er sú að það er misjafnlega gefið til skólanna og exelskjölin eru ekki að virka. Margt hefur áhrif á skólastarf. Það fylgja oft ekki peningar með flóknustu nemendunum. Skólar eru frá því að hafa fimm prósent nemenda af erlendu bergi og upp í að vera með yfir níutíu prósent hlutfall og það er mikill munur. Svo skiptir staðsetning skóla líka máli. Ég hef kennt í skóla í miðbæ Reykjavíkur þar sem við gátum gengið á næsta safn eða viðburð sem var í boði á vegum borgarinnar og kenni núna í skóla á Kjalarnesi sem tilheyrir Reykjavík þar sem við getum ekki sótt sömu þjónustu og hinir skólarnir innan sama sveitarfélags vegna samgangna. Það sjá það allir sem vilja sjá að þarna er skekkja og mismunun. Það eru fleiri þættir sem spila inn í sem ekki verða taldir upp hér sem bitna á börnunum. Vopn þeirra sem vilja setja út á skólakerfið og störf kennara eru oft niðurstöður PISA rannsóknanna. Með umfjöllun um PISA fylgir oft að kennarar þurfi að endurskoða störf sín, það þurfi að mennta þá betur og jafnvel lengja skóladaginn svo að börnin læri nú örugglega eitthvað. Það gleymist að horfa á heildarmyndina. Börnin sem kennararnir kenna eiga flest aðstandendur og þau eru bara hluta af vökutíma sínum í umsjón kennaranna. Grunnurinn er lagður heima. Og við sem störfum með börnum sjáum hvaða börn fá atlæti og hvaða börn fá það ekki. Ef við skoðun rauða þráðinn frá því að börn fæðast og þangað til þau verða átján ára þá er grunnurinn að því sem verið er að mæla í PISA lagður í frumbernsku. Geðtengsl barna, almennur þroski og máltaka eru vörður inn í lífið sem þarf að byggja á traustum grunni. Málhljóðin, hvernig málið er upp byggt, hugtakaskilningur og hvernig við notum tungumálið er eitthvað sem börn læra á sínum fyrstu mótunarárum. Við heyrum af því að það vanti að manna leikskólana svo að börn fái vistun en það er minna rætt um gæði leikskólastarfsins og það álag sem fylgir því að vera starfsmaður í leikskóla þar sem erfiðlega gengur að fá fagmenntað fólk til starfa. Ábyrgð þeirra sem þar starfa er mikil. Róðurinn er oft erfiður. Við erum með marga fagmenntaða og ófagmenntaða snillinga sem halda uppi starfinu í leikskólunum en það þarf að gera betur. Við sem störfum í grunnskólunum finnum fyrir því hversu margir erlendir starfsmenn eru að vinna með börnunum í leikskólunum á máltökuskeiði þeirra því að við erum að fá til okkar börn, bæði af erlendu bergi og einnig íslensk, sem tala mjög vitlaust. Börn sem eiga erfitt með að bera fram íslensk málhljóð, kunna illa skil á uppbyggingu tungumálsins og skilja oft ekki einfalt íslenskt mál. Ofan á þessar áskoranir bætist síðan við mikill fjöldi innflytjenda sem er jafnvel að koma inn í skólana eftir að skólaárið hefst og sumir þeirra hafa aldrei verið í skóla. Kennarar kalla eftir úrræðum fyrir þessa hópa. Margir eru þeirrar skoðunar að koma eigi upp námsverum í skólum eða utan þeirra þar sem þessi börn eru undirbúin og aðlöguð inn í bekki en ekki send beint inn í bekk. Núna hugsa einhverjir sem svo að þessi úrræði séu til staðar í borginni en raunin er sú að þessum málaflokki fylgir ekki það fjármagn sem þarf og því fá ekki öll börn sem á þurfa að halda þessa þjónustu. Margt starfsfólk skóla er að sligast undan álagi. Fjármagnið sem átti að fylgja skóla án aðgreiningar kom ekki. Spara þurfti í hruninu og skólarnir tóku aldrei þátt í góðærinu. Það er aldrei réttur tími fyrir skólakerfið. Í dag erum við að glíma við skort á fagfólki á gólfinu með börnunum, vöntun á fjölbreyttum námsgögnum og leiðum við hæfi hvers og eins í skóla fjölbreytileikans, svo ég tali nú ekki um viðhaldsskuldir með tilheyrandi myglu. Við erum einnig að glíma við geðheilbrigðisvanda og flókin börn innan skólakerfisins sem fá ekki viðeigandi þjónustu. Við lifum í þjóðfélagi þar sem allt of mörg börn fá ekki þjónustu við hæfi. Fórnarkostnaðurinn er mikill og birtingamyndirnar margar. Vanlíðan, neikvætt atferli og almenn óhamingja sem hefur áhrif á líf margra barna og endurspeglast í námsgengi þeirra og ekki má gleyma afleiðum þeim sem neikvætt atferli barns getur haft á alla í kringum það. Við vitum að það er margt vel gert í skólum borgarinnar. Við sem störfum í skólunum vitum það því að það erum við sem vinnum þetta góða starf. Í gær átti samtal trúnaðarmanna og SFS að snúast um það sem mætti betur fara, því það er margt sem liggur þungt á starfsfólki skóla. Þegar kennarar eru farnir að upplifa það að þeir nái ekki að sinna þörfum þeirra barna sem þeir bera ábyrgð á þá erum við í vondum málum. Þetta er eins og með mygluna, við þurfum að uppræta meinið svo að húsið skemmist ekki og allt sem í því er. Fyrst og fremst þarf samtalið að eiga sér stað. Það þarf að viðurkenna vandann og finna leiðir til að gera betur. Ef kaka fellur er ekki nóg að kenna bara ofninum um því hráefnið, tæki, tól og sá sem bakar kökuna skipta líka miklu máli, og meira að segja bragðlaukar þess sem neyta hennar, frá akri og alla leið ofan í maga. Því miður erum við sem störfum í skólum alltaf að slökkva elda og við óttumst að bálið verði það stórt að við ráðum ekki við það. Þess vegna óskum við eftir samtali við yfirvöld. Við megum ekki missa fleiri einstaklinga út af sporinu í þessu litla þjóðfélagi okkar. Hættum að spara aurinn og kasta krónunni. Það þarf að hlúa að litla fólkinu okkar og horfa til framtíðar. Höfundur er sérkennari, uppeldisráðgjafi, sáttamiðlari og trúnaðarmaður kennara í Klébergsskóla.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun