Kennaraverkfalli frestað Árni Sæberg, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 29. nóvember 2024 15:38 Fólk fékk sér kaffi að loknum fundi í Karphúsinu en engar vöfflur. Vísir/Lillý Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01