Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar 7. apríl 2025 06:00 Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Viðreisn Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku tók ég sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Einstaklega lærdómsrík vika í mjög skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Ég fékk tækifæri til að láta til mín taka í umræðunni og ræddi meðal annars um menntamál. Menntun er ein af grunnstoðum samfélagsins. Menntakerfið hefur bein áhrif á framtíð barnanna okkar - og samfélagsins alls. En hvað er menntun? Snýst hún aðeins um að afla sér þekkingar eða snýst hún einnig um færni? Viljum við að menntunin auki hæfni í utanbókar lærdómi eða viljum við að menntunin felist einnig í því að börnin okkar tileinki sér gagnrýna hugsun, samkennd og getu til að leysa vandamál. Þekking er nauðsynleg, en ég tel, virðulegi forseti, að færni til að nýta hana í raunverulegum aðstæðum sé lykillinn að árangri og velsæld. Okkur er tíðrætt um PISA og umræðan í samfélaginu er á þá leið að skólakerfið hafi brugðist. Það þurfi að bregðast við með aðgerðum, ekki seinna en strax. Ég er því sammála, en með hvernig aðgerðum? Kennarastéttin hefur svo sannarlega sinnt sínu. En sí fjölbreyttari og stærri nemendahópar í krefjandi aðstæðum og skortur á fjármagni gerir kennurum oft erfitt fyrir. Þetta þekkjum við sem höfum haft kennslu að aðalstarfi. Kröfur samfélagsins á skólakerfið eru þær að það eigi ekki einungis að sinna menntun, heldur einnig hinum ýmsu uppeldislegu atriðum, sem áður voru að mestu í verkahring heimilanna. Sívaxandi kröfur í fjölbreyttu og hröðu samfélagi gera það að verkum að minni tími kennara fer í að sinna fjölbreyttu námi og starfi hvers nemenda. Hin mörgu - og sum hver óljósu - hæfniviðmið sem eru í núgildandi námskrá hafa tekið of mikla orku frá kennurum. Þau eru, þrátt fyrir megininntak námskrárinnar, svo stýrandi að kennarar upplifa pressu um yfirferð; að klára öll dæmin í stærðfræðibókinni í stað þess að veita nemendum frelsi til að uppgötva, spyrja og ígrunda. Menntun snýst ekki bara um að klára ákveðinn fjölda verkefna, hún snýst um að skapa forvitna einstaklinga sem hafa trú á eigin getu og vilja til að leggja sitt af mörkum. Við erum ekki að verða einsleitari sem þjóð. Þvert á móti býr hér fólk af ólíkum uppruna, með ólíkar skoðanir og viðhorf. Menntun í hnattvæddum heimi snýst um að hlusta, setja sig í spor annarra og skilja ólíka menningarheima. Tökum höndum saman og byggjum upp menntakerfi sem þjónar öllum, óháð hæfileikum, uppruna eða áhugasviði. Þannig byggjum við sterkara samfélag. Höfundur er varaþingmaður Viðreinsar Suðurkjördæmi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun