Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2025 22:31 Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt skiptir meira máli en börnin, líðan þeirra og þroski. Um þetta getum við flest verið hjartanlega sammála. Góður og hollur skólamatur kemur þar sannarlega við sögu á marvíslegan hátt, fyrir heilsu barna, líðan og líkamlegan og félagslegan þroska, en líka fyrir umhverfi og loftslag - og þar með þá framtíð sem bíður barnanna okkar. Það er því til mikils að vinna að vandað sé til verka þegar skólamaturinn er annars vegar. Síðastliðið haust voru teknar upp gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um ágæti þess fyrirkomulags, án þess þó að nokkur úttekt hafi enn sem komið er verið birt á framkvæmdinni. Það er þó brýnt að gera slíka athugun, bæði hvað varðar gæði og hollustu matarins, en líka til að kanna matarsóun og hversu góða lyst börnin hafi á matnum. Það gefur auga leið að matur sem fer í ruslið er hvorki hollur né umhverfisvænn. Það ætti að vera sjálfsögð krafa sveitarstjórna og ríkis, sem nú borga brúsann, að kanna hvernig þessum fjármunum er varið og koma upp reglulegri gæðastýringu á því stóra og mikilvæga verkefni sem skólamaturinn vissulega er. Hitt er annað mál, að lítil ástæða er til að ætla að maturinn sé eitthvað verri að gæðum núna en þegar foreldrar borguðu stærstan hluta máltíðanna. Samkvæmt okkar heimildum er nákvæmlega sömu upphæð varið í matinn nú og áður, það sem hefur breyst er hver borgar reikninginn. Nú borga sveitarfélögin um það bil helming kostnaðarins, og ríkið hinn helminginn. Áður sáu sveitarfélögin um þriðjung kostnaðarins og foreldrar tvo þriðju. Heildarupphæðin helst óbreytt, en fylgir vísitölu. Matur og matarframleiðsla, þessi grunnþörf okkar mannfólksins, hefur sannarlega víðtækari áhrif en aðeins fyrir heilsu okkar og líðan. Umhverfisáhrif matar eru umtalsverð og rekja má um þriðjung losunar af gróðurhúsalofttegundum til matar og matvælaframleiðslu. Það munar um minna. Sem betur fer er hægt að minnka þessi áhrif til muna, meðal annars með því að takmarka matarsóun og velja matvæli sem krefjast minni orku, lands og vatns við framleiðsluna. Nýjar ráðleggingar Embættis landlæknis um mataræði taka nú meira mið af umhverfisáhrifum en fyrri ráðleggingar. Breytingarnar eru svo sem ekki stórvægilegar, en felast að mestu í aukinni áherslu á grænmeti og ávexti, baunir og annað jurtakyns, þó án þess að útiloka kjöt eða mjólkurmat. Það getur verið áskorun að fá börn til að borða meira af grænmeti, svo ekki sé talað um baunir og linsur, hafi þau ekki vanist slíku heima hjá sér. En útsjónarsamt matreiðslufólk í skólum landsins hefur sýnt að slíkt er alls ekki óvinnandi vegur auk þess sem rannsóknir á mótun heilsuhegðunar styðja slíkt hið sama. Þann 13. maí er ætlunin að bera saman bækur út frá ýmsum sjónarhornum og læra hvert af öðru á málþingi um skólamatinn í samstarfi Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá, og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þar verður aðalfyrirlesari finnskur prófessor í heimilis- og uppeldisfræðum, Paivi Palojoki, en Finnar hafa einmitt lengri og betri reynslu af gjaldfrjálsum skólamáltíðum en flestar aðrar þjóðir. Fjöldi innlendra fyrirlesara stíga þar einnig á stokk. Málþingið er öllum opið og haldið í Öskju, stofu N-132, kl 13-16.15. Laufey Steingrímsdóttir er prófessor emerita í næringarfræði og félagi í Aldin. Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntasvísindasvið Háskóla Ísland og Uppsala Háskóla í Svíþjóð.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun