Akureyri

Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor
Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi.

Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi
Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist.

Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga
Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey.

Greindist tvisvar með krabbamein á skömmum tíma: „Ég er ekki reið“
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju hefur tvívegis á skömmum tíma greinst með krabbamein. Hún hefur fundið enn sterkari tengsl við trú sína í þessu verkefni.

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík
Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Karl Eskil ráðinn til að stýra heimasíðu og miðlum Samherja
Karl Eskil Pálsson fjölmiðlamaður hefur verið ráðinn til Samherja og mun hann miðla fréttum á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins, auk þess sem hann mun sinna innri vef Samherja þar sem upplýsingum og fræðsluefni er komið til starfsfólks.

Grímseyingurinn Bjarni Magnússon er látinn
Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, er látinn, 91 árs að aldri.

Akureyringum barst neyðarkall frá afskekktu héraði í Rússlandi
Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum.

Origo kaupir í verslun á Akureyri til að mæta eftirspurn eftir Apple-vörum
Origo hefur keypt 70% eignarhlut í Eldhafi sem er innflutningsaðili á Apple-vörum og rekur samnefnda verslun á Akureyri. Er markmiðið með kaupunum að auka breiddina í vöruúrvali Origo.

Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið
Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar.

Of heitt til að læra inni á Akureyri
Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum.

Hitamet í Grímsey
Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður.

Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi
Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil.

Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki
Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða.

Formaður Þórs: Alusevski kostar ekki meira en íslenskur þjálfari
Stevce Alusevski tók á dögunum við karlaliði Þórs frá Akureyri í handbolta. Alusevski þjálfaði seinast norður-makedónska stórliðið Vardar, og því voru margir hissa þegar ráðningin var tilkynnt. Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, tók spjallið við blaðamann Vísis, og fór þá meðal annars yfir ferlið sem fór í að ráða þennan áhugverða þjálfara.

„Grímsey varð að draugaeyju í nokkra daga“
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Grímsey í síðustu viku. Allir íbúar fóru í sóttkví.

Sunna Borg og Björgvin Franz stíga á svið með Jóni Gnarr
Menningarfélag Akureyrar tilkynnti í dag að Sunna Borg og Björgvin Franz Gíslason munu leika í sýningunni Skugga-Sveinn.

Vél Icelandair snúið við til Akureyrar vegna falskrar viðvörunar
Farþegavél á vegum Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Akureyrarflugvelli í dag.

Þrír fluttir á sjúkrahús á Akureyri eftir bílslys
Þrír voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri með minni háttar meiðsl eftir bílslys varð á hringveginum við Grjótá á Öxnadalsheiði í morgun.

Einn lagður inn á Akureyri með Covid-19
Í gær var einstaklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 og er hann sá fyrsti til þess að vera lagður inn á sjúkrahúsið þar í þessari bylgju faraldursins.

Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann
Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu.

Girða fyrir allar smugur eftir að barn slapp út
Gengið verður vel úr skugga um að það endurtaki sig ekki að leikskólabarn sleppi út af leikskólalóð Lundarsels á Akureyri eftir að leikskólabarn slapp út um hlið á leikskólalóðinni í gær. Barnið fannst skömmu eftir að það slapp út á íþróttasvæði KA, skammt frá leikskólanum.

Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu
Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón.

Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012.

Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri
Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans.

„Það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman“
Gestir tjaldsvæða halda nú heim á leið eftir vel heppnaða verslunarmannahelgi. Þetta segir umsjónarmaður tjaldsvæðis á Suðurlandi sem kveðst ánægður með helgina. Rólegra var á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær en dagana á undan.

Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði
Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt.

Rannveig og Þorbergur Ingi sigruðu Súlur Vertical Ultra
Fjallahlaupið Súlur Vertical var haldið við frábærar aðstæður á Akureyri í dag. Gerðar voru töluverðar breytingar á upphaflegum áætlunum og víðtækar ráðstafanir viðhafðar til að fylgja sóttvarnareglum og tryggja öryggi keppenda og starfsfólks.

Einstaklega róleg byrjun á helginni: „Hér er allt eins og blómstrið eina“
Fólk á ferð um landið skemmti sér fallega í nótt, allavega í þeim lögregluembættum sem Vísir náði tali af nú í morgunsárið. Þetta virðist ætla að vera róleg verslunarmannahelgi í tvö hundruð manna samkomubanni, lögreglumönnum til einstakrar ánægju.

Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni
Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur.