Akureyri

Leita vitna að hópslagsmálunum á Akureyri
Lögreglan á Akureyri óskar þess nú að ná tali af vitnum að tveimur líkamsárásum sem framdar voru á Akureyri, þar á meðal vitnum að hópslagsmálum í miðbæ bæjarins í síðustu viku.

Gifti sig í skrúfutökkunum
Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs á Akureyri í Lengjudeild karla í fótbolta, batt á sig heldur óhefðbundinn skóþveng þegar hann gifti sig í gær.

Einni með öllu á Akureyri aflýst
Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“
Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Sex handteknir eftir slagsmál í göngugötunni
Sex voru handteknir eftir að slagsmál brutust út í göngugötunni í miðbæ Akureyrar í kvöld. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús.

Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu
Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum.

Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri
Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri.

Smit um borð í Viking Jupiter og engum hleypt í land
Eitt smit hefur verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Jupiter sem liggur við höfn á Akureyri.

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri
Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Knattspyrnustjörnur framtíðarinnar á N1 mótinu á Akureyri: Sjáðu þáttinn
Stefán Árni Pálsson skellti sér norður á Akureyri þar sem að N1 mótið í knattspyrnu fór fram í 35.sinn. Þar voru mætt 216 lið frá 42 félögum.

Mannfólkið breytist í slím á Akureyri næstu helgi
Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í fjórða sinn á Akureyri dagana 23. - 24. júlí.

Yrki hlutskarpast í samkeppni um nýtt ráðhús á Akureyri
Arkitektastofan Yrki-arkitektar varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja viðbyggingu og endurbótum á eldra húsnæði ráðhússins. Tillaga Yrki verður tekin til frekari útfærslu.

Níu milljarða snekkja á Pollinum
Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu.

Rigning á Akureyri
Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa.

Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni
Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur.

Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu
Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað.

Byggjum undir öflugt íþróttastarf
Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum.

Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss
Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi.

Kristrún spyr af hverju píkunni hennar sé gefið svo mikið gildi
„Ég vissi alltaf að ég var ekki „venjuleg“ eða gagnkynhneigð. Ég var eiginlega bara skotin í stelpum og vildi vera strákur svo að ég mætti vera skotin í stelpum,“ segir Kristrún Hrafnsdóttir í viðtali við Makamál.

Lögreglan vill losna við páfagauk
Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að eiganda þreytulegs páfagauks sem er nú í fórum embættisins.

Þyrlan tók slasaðan mótorhjólamann með í bakaleiðinni
Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á Norðurlandi þegar útkall barst vegna mótorhjólaslyss á Hveravöllum.

Ekið á barn á Akureyri
Barn á rafmagnshlaupahjóli var ekið niður á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar
Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Einn af fimm í fangelsi vegna hrottalegrar frelsissviptingar
Fimm karlmenn á aldursbilinu 20 til 38 ára hafa fengið dóm meðal annars fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á Akureyri í febrúar 2018. Fjórir af fimm fengu skilorðsbundna dóma en þyngsti dómurinn var 22 mánaða fangelsi.

Slökkvistarfi vegna gróðurelds á Akureyri nær lokið
Eldur kviknaði í gróðri á austurbakka Glerár fyrir um klukkutíma síðan. Slökkvistarfi er nær alveg lokið en verið er að slökkva í síðustu glæðunum að sögn varðstjóra slökkviliðsins.

Verklagsreglur varðandi uppsetningu Skrímslisins á Akureyri í ólestri
Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra segir að aldrei hafi komið til kasta eftirlitsins þegar hoppukastalinn var settur upp í bænum.

Sumarveður í öllum landshlutum um helgina
Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum.

Sex ára barn á gjörgæslu eftir hoppukastalaslysið
Sex ára gamalt barn er á gjörgæslu á Landspítala eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri á þriðja tímanum í gær.

Engir fullorðnir starfsmenn við Skrímslið: „Það greip um sig alger ringulreið“
Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum.

„Ég ber ábyrgð á því sem er að gerast þarna“
„Í fyrsta lagi er ég gjörsamlega miður mín, og ég skil ekkert í þessu. Við fylgjum þeirri reglu að það er bara lokað í vindi. Hann er ekki blásinn upp í vindi,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar.