Sport

Klopp skaut niður sögu­sagnir: „Hann er ekki heimskur“

Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóri Liver­pool var spurður út í sögu­sagnir á blaða­manna­fundi í dag þess efnis að nýr fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­mála hjá fé­laginu, Michael Edwards hafi beðið hann um að halda á­fram sem knatt­spyrnu­stjóri Liver­pool að loknu yfir­standandi tíma­bili. Þjóð­verjinn, sem hefur gefið það út að yfir­standandi tíma­bil sé hans síðasta hjá Liver­pool, var fljótur að skjóta þær sögu­sagnir niður.

Enski boltinn

Úr­slit í ís­lensku Overwatch-deildinni um helgina

Overwatch-deildin á Íslandi hefur stækkað ört á síðustu árum. Upp undir 150 manns taka þátt í keppninni, en hún hefur verið í gangi síðan árið 2020. Úrslitakeppni deildarinnar stendur yfir þessa dagana, en úrslit Úrvalsdeildarinnar ráðast um helgina.

Rafíþróttir

Guð­ný orðin leik­maður Kristian­stad

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum.

Fótbolti

Henry lét sig hverfa fyrir hetju­dáð Raya

At­hæfi Thierry Henry. Goð­sagnar í sögu enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal á Emira­tes leik­vanginum. Í þann mund sem David Raya mark­vörður liðsins drýgði hetju­dáð, í víta­spyrnu­keppni gegn Porto í 16-liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu í gær, hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Fótbolti

Stal senunni en vill meira

Þrátt fyrir að hafa ekki borið sigur úr býtum í Sádi-Arabíu kapp­aksturinum um síðast­liðna helgi er ó­hætt að ungstirnið Oli­ver Bear­man hafi komið, séð og sigrað á sinni fyrstu keppnis­helgi í For­múlu 1.

Formúla 1

Danir hægja á Ofurdeildinni

Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika.

Fótbolti

„Verður al­­gjör bylting“

Það styttist í að iðk­endur Hauka geti æft knatt­spyrnu við að­stæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir há­veturinn hér á landi. Nýtt fjöl­nota knatt­hús rís nú hratt á Ás­völlum. Al­gjör bylting fyrir alla Hafn­firðinga segir byggingar­stjóri verk­efnisins.

Íslenski boltinn

Tölvurnar taka yfir dráttinn

UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, mun frá og með næstu leiktíð hætta að fá gamlar fótboltahetjur í flottum fötum til að draga um hvaða lið mætast í Meistaradeild Evrópu. Tölvurnar taka nú við.

Fótbolti

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti

Átta lið komin í út­sláttar­keppni Stórmeistaramótsins

Þrjár viðureignir fóru fram í riðlakeppni Stórmeistaramótsins í Counter-Strike í kvöld. Liðin sem báru sigur af hólmi tryggðu sér keppnisrétt í útsláttarkeppni mótsins, en hún hefst á fimmtudaginn næstkomandi og klárast svo helgina 22. og 23. mars, þegar úrslitin verða spiluð á Arena Gaming í Kópavogi.

Rafíþróttir