Segir lág laun leikskólakennara mýtu Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 14:02 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20