Kennaraverkfalli frestað Árni Sæberg, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 29. nóvember 2024 15:38 Fólk fékk sér kaffi að loknum fundi í Karphúsinu en engar vöfflur. Vísir/Lillý Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01