Kennaraverkfalli frestað Árni Sæberg, Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 29. nóvember 2024 15:38 Fólk fékk sér kaffi að loknum fundi í Karphúsinu en engar vöfflur. Vísir/Lillý Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi. Hann segir að ekki sé búið að skrifa undir samninga eða semja þá. Þess í stað sé búið að ramma inn hvernig vinna á að samningum næstu tvo mánuði. Á meðan ríkir svokölluð friðarskylda. Í kjölfar þeirrar vinnu verði samningurinn kynntur efnislega. Fá launahækkun um áramótin Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar muni fá umsamda 3,95 prósenta launahækkun um áramótin. Við undirritun eiginlegs samnings muni kennarar eiga inni inneign fyrir fyrsta áfanga þeirrar jöfnunar kjara milli markaða sem deilan hefur helst snúist um. „Okkar fólk er tilbúið til að halda baráttunni áfram. Þetta er barátta fyrir því að getum fjárfest í kennurum, eflt skólastarfið, gert hlutina betur. Mitt fólk hefur verið ótrúlega öflugt allan þennan tíma og við erum ekki að gefast upp. Alls ekki. Við erum að stoppa hérna til þess að gefa okkur andrými til að komast lengra. Við erum enn þá algerlega á þeirri vegferð að við munum komast í endamarkið.“ Umdeild verkföll Kennaraverkföll hófust í átta skólum þann 29. október síðastliðinn. Ótímabundið verkfall hófst í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. Farið var í verkfall í þremur grunnskólum sem hófst 29. október og varði til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. Þá lögðu kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf 18. nóvember. Á mánudag tóku við verkföll í Garðaskóla í Garðabæ, Árbæjarskóla í Reykjavík og Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þau áttu að standa til 20. desember. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35 Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir verkföll ekki mismuna börnum Formaður Kennarsambandsins segir félagið ekki mismuna börnum með verkföllum sínum sem hafa nú staðið yfir í þrjár vikur í völdum grunn-, og tónlistarskólum en ótímabundin verkföll standa yfir í fjórum leikskólum. Næsti formlegi sáttafundur verður haldinn á þriðjudaginn. 17. nóvember 2024 19:35
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21. nóvember 2024 15:01