Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifa 27. apríl 2025 10:02 Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun