Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir, Hrefna Dagbjört Arnardóttir, Inga Fríða Guðbjörnsdóttir og Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifa 27. apríl 2025 10:02 Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í 1. grein laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna segir að meginmarkmið laganna sé að „stuðla að farsæld barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.“ Á undanförnum misserum hefur orðið meira áberandi hversu mörg börn glíma við skólaforðun, agavanda og almenna vanlíðan í leik- og grunnskólum. Þessi þróun kallar á fjölbreytta og þverfaglega nálgun til að mæta þörfum barna á skilvirkan og mannúðlegan hátt. Þó margt gott sé gert, stendur kerfið oft frammi fyrir því að leita lausna með of fáum fagaðilum og of seint. Í umræðunni virðist gleymast iðulega ein mikilvæg fagstétt og það eru iðjuþjálfar. Iðjuþjálfar hafa þar mikilvægu hlutverki að gegna, enda búa þeir yfir þekkingu og aðferðum sem nýtast vel í að greina undirliggjandi vanda og styðja við þátttöku barna í skólastarfi. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því að greina og styðja við daglega iðju allt frá grunnþörfum til náms, félagslegra samskipta og leikja. Þeir vinna með einstaklingum sem eiga erfitt með að takast á við daglegt líf, hvort sem það tengist hreyfifærni, einbeitingu, skynúrvinnslu, félagslegri hegðun eða andlegri líðan. Það er því eðlilegt og raunar afar mikilvægt að starf þeirra sé virkjað í leik- og grunnskólum, þar sem slíkir þættir koma gjarnan fram. Vandi sem kallar á heildrænar lausnir Þegar barn á erfitt með að sitja kyrrt, fylgja fyrirmælum, tengjast öðrum börnum eða halda athygli í tímum, er oft horft til hegðunar en ekki undirliggjandi orsaka. Iðjuþjálfar horfa heildrænt á barnið og greina vandan með tilliti til undirliggjandi þátta og umhverfis. Með því að beita heildrænni nálgun geta iðjuþjálfar ekki aðeins stutt börn heldur einnig kennt starfsfólki og foreldrum leiðir til aðlögunar og forvarnar. Þeir geta metið og aðstoðað við aðlögun í leik- og grunnskóla umhverfinu, boðið upp á aðferðir til að efla tilfinningastjórnun og einbeitingu, komið með lausnir til að bæta félagslega þátttöku, styrkja sjálfsmynd barna, koma auga á skynúrvinnsluvanda og verið lykilaðilar í þverfaglegu teymi til að þróa skóla í átt að betra umhverfi, auknu aðgengi og vellíðan barna. Með auknu hlutverki iðjuþjálfa og samþættri þjónustu fagaðila innan skólasamfélagsins má grípa fyrr inn í, veita aðstoð á réttum tíma og forðast að vandinn magnist upp. Ráða þarf inn fleiri iðjuþjálfa í leik- og grunnskóla Ráða þarf inn iðjuþjálfa í leik-og grunnskóla til að sérþekking þeirra nýtist sem best, en til þess þarf að breyta áherslum innan menntakerfisins. Iðjuþjálfar eiga að vera hluti af fagteymum skólanna, ekki bara sem ráðgjafar, heldur sem virkir þátttakendur í mótun skólaumhverfisins. Í tillögum velferðarvaktarinnar frá árinu 2019 er bent á að nauðsynlegt er að auka stuðning, úrræði og forvarnir innan veggja skólanna og þar koma iðjuþjálfar sterkir inn. Þetta kallar á pólitíska forgangsröðun og aukna fræðslu til stjórnenda og starfsfólks í leik-og grunnskólum. Tækifærið sem bíður Við höfum tækifæri til að breyta þessari þróun. Með því að virkja iðjuþjálfa fyrr innan þvegfagleglegs teymis er hægt að grípa börn fyrr með snemmtækri íhlutun og koma í veg fyrir snjóboltaáhrif sem geta leitt til alvarlegri vandamála seinna meir. Mikilvægt er að skólakerfið viðurkenni gildi iðjuþjálfa sé góð leið í átt að heildrænnu starfi innan veggja leik- og grunnskóla. Höfundar eru útskriftarnemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun