Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sverrir Ingi með endurkomu í sigri Midtjylland

Sverrir Ingi Sigurðsson sneri aftur á völlinn eftir meiðsli og spilaði fyrri hálfleikinn í 2-0 sigri Midtjylland gegn Næstved. Þeir komast með þessum sigri í 16-liða úrslit dönsku bikarkeppninnar. Daníel Kristjánsson, u19 ára landsliðsmaður, sat á bekknum allan leikinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna sím­tala Arnars

Á­frýjunar­dóm­stóll KSÍ hefur komist að þeirri niður­stöðu að sekta Knatt­spyrnu­deild Víkings Reykja­víkur um 250 þúsund krónur vegna hátt­semi Arnars Gunn­laugs­sonar, þjálfara karla­liðs fé­lagsins, sem var í sam­bandi við starfs­lið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leik­bann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Danir völtuðu yfir Walesverja

Danir unnu afar öruggan 5-1 útisigur er liðið heimsótti Walesverja í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu í riðli okkar Íslendinga í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Að sjálfsögðu eru það vonbrigði“

„Við töpuðum bara fyrir góðu liði. Náðum kannski ekki alveg að spila agressívt á móti þeim. Þær unnu öll návígi og það var erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í viðtali við RÚV í Bochum eftir 4-0 tap Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Alls ekki nógu gott“

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var alls ekki ánægð með frammistöðu liðsins eftir 4-0 tap gegn Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli Rice ekki talin alvarleg

Meiðsli sem Declan Rice, miðjumaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, varð fyrir í Norður-Lundúna slagnum gegn Tottenham um síðastliðna helgi eru ekki talin alvarleg. 

Enski boltinn