Valur

Fréttamynd

Um­fjöllun, myndir og við­töl: Grinda­vík - Valur 98-67 | Grind­víkingar rassskelltu toppliðið

Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kröfurnar um titil minnki klár­­lega ekki með inn­komu Gylfa

Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, er þakk­látur fólkinu í knatt­spyrnu­deild fé­lagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðs­syni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á á­kveðinni per­sónu­legri veg­ferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klár­lega ekki með inn­komu Gylfa Þórs.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“

Fé­lags­skipti Gylfa Þórs Sigurðs­sonar eru klár­lega stærstu fé­lags­skiptin í sögu ís­lenska boltans að mati Baldurs Sigurðs­sonar, sér­fræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyfti­stöng fyrir fé­lagið og ís­lenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi Þór orðinn leik­maður Vals

Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bræðurnir spila sinn fyrsta lands­leik: „Gott að geta rifist aftur“

Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum.

Handbolti
Fréttamynd

Draumastarf Arnars er í Aþenu

Arnar Grétarsson ætlar sér að gera Valsmenn að Íslandsmeisturum í fótbolta í sumar. Hann dreymir hins vegar einnig um að taka einn daginn við gríska stórliðinu AEK Aþenu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vals­menn í við­ræðum við Gylfa

Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það fór bara allt inn“

Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk.

Sport