Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar 3. janúar 2025 09:03 Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Aðalgeir Ásvaldsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Hún var aldeilis falleg áramótakveðjan sem íslenskir veitingamenn, viðskiptavinir og þúsundir starfsmanna veitingageirans fengu frá Eflingu. Áramótakveðjan, sem sett var fram af stjórnarmanni Eflingar og framkvæmdastjóra vinnudeilusjóðs verkalýðsfélagsins, sýnir svart á hvítu viðhorf forsvarsmanna þess, málefnafátækt, upphrópanastíl, ósannindagraut og veruleikafirringu. Málflutningur af þessu tagi er íslenskri verkalýðshreyfingu til skammar, en sýnir á sama tíma á hvaða leið Efling er í fordæmalausri aðför að íslenskum veitingageira. Sæþór Benjamín Randalsson fellir sleggjudóma með alhæfingum sem jú vissulega er í samræmi við það sem kemur fram í vikulegu podkasti hans, „Marxískir mánudagar“, en eru i engu samræmi við íslenskan raunveruleika. Í áramótakveðju sinni til íslenskra veitingahúsa, verður honum tíðrætt um miðstéttir og mútur, en hér eru nokkrar upphrópanir hans: „Þessi iðnaður er leikvöllur fyrir misheppnuð börn auðmanna, sem aldrei hefur verið sagt „nei“ við á ævinni.“ „Þeir krefast þess að veitingahúsin sem þeir stofna skili reglulegum hagnaði til að fjármagna íburðarmikinn lífstíll þeirra.“ „Eigendur sjálfir elda ekki, þrífa eða taka við pöntunum, veitingastaðirnir eru byggðir, skreyttir og mönnuð af öðru fólki.“ „Eigendur eru sníkjudýraflokkur sem koma til móts við aðeins lægri flokk sníkjudýra.“ „Það er ógeðsleg hegðun sem leiðir til ástandsins í USA þar sem fangar eru keyrðir inn til að elda mat á veitingahúsum á enn lægri launum en frjálsir borgarar þurfa að greiða.“ Þetta er s.s. viðhorf Eflingar til íslenskra veitingahúsaeigenda og þúsunda starfsmanna þess. Sníkjudýr sem koma ekki nálægt daglegum rekstri! Og næsta skref er að sækja fanga á Litla-Hraun til að elda ofan í íslenskan almenning! Hvert erum við komin í kjarasamningsmálum þegar þetta viðhorf, þessi sýn, mótar samningsaðila? Hvernig á nokkur að geta sest að samningaborði við verkalýðshreyfingu með milljarða milli handanna þegar svona hugsanir ráða för? Íslenskir veitingamenn og starfsfólk á betra skilið. Áramótakveðju Eflingar er vísað til föðurhúsanna með kærri kveðju, en nei takk! Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun